Sjúkrahús og stofnanir

SOS-nefnd (sjúkrahús og stofnanir) sér um að skipuleggja öflugt 12 spora starf sem fer fram á sjúkrahúsum og stofnunum. Nefndin heldur 20 mínútna langan kynningarfund fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kl. 18:00 í Gula húsinu, Tjarnargötu 20 þar sem AA-félagar geta komið og fengið upplýsingar um starfið, fundaform o.fl. 

Áður en farið er með fund

Hvaða kröfur eru gerðar til AA-félaga, sem flytja boðskap samtakanna á meðferðarstöðvum?

  1. Að hafa um nokkra hríð lifað allsgáðu lífi. Hversu lengi getur enginn sagt nákvæmlega til um. Sumir AA-félagar valda slíkum störfum meistaralega fljótt eftir að af þeim rennur, sérstaklega ef þeir eru í fylgd með sér reyndari félögum. En aðrir þurfa lengri tíma áður en þeir geta ráðið við að fara og starfa inni á stofnun. Hafir þú allt það til að bera sem nú verður talið upp af æskilegum hæfileikum, skiptir það ekki höfuðmáli hve langan tíma þú átt innan AA-samtakanna. Leitaðu álits hjá þér reyndari manni um þetta atriði.
  2. Persónulega reynsla af alkóhólisma og bata. Þetta atriði er að sjálfsögðu aðalsmerki okkar og það gerir okkur einstök. Þú þarft ekki að hafa farið í meðferð á meðferðarstofnun til að vinna 12. spors starf inni á merðferðarstöð, né þarft þú að hafa setið í fangelsi til að geta farið með fund inn á slíka stofnun. Það sem skiptir máli er að við deilum með okkur þeim sársauka sem við höfum fundið fyrir og gleðinni sem við upplifum yfir því að finna okkur vera á batavegi.
  3. Hæfileiki til að geta náð til annars fólks Samtök okkar eru samtök áhugamanna og eindregið á móti að verða skipulögð um of. Við viljum hvorki AA-reglur né yfirmenn. En meðferðarstöðvar verða að vera vel skipulagðar til að geta innt sín störf af hendi og þurfa að uppfylla ýmis lagaleg skilyrði. Sumir starfsmenn verða að vera sérmenntaðir til að stofnunin teljist lögleg. Starfsfólkið þarf að vera þjálfað í að taka fyrirmælum. Það þarf að vinna störf sín af alúð og njóta virðingar sjúklinganna.Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur. AA-boðskapurinn um reynslu, von og styrk er alvörumál. En við megum ekki taka okkur sjálf of alvarlega og verða of ráðrík og hátíðleg. Fyrrverandi drykkjumaður sem gefur nýliða kaffibolla telur sig varla eiga einhver verðlaun skilið. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við fyrst og fremst að þessu fyrir okkur sjálf. Ekki satt?
  4. Vera laus við mont og hégómagirni Ef álit annarra og aðdáun, hrósyrði og gullhamrar er það sem við sækjumst eftir, mun þessi tegund 12. spors vinnu tæplega fullnægja þeim þörfum. Ef okkur langar að heyra að við séum frábærir trúnaðarmenn, er ákaflega ólíklegt að það verði inn á meðferðarstöð við 12. spors vinnu.Við flytjum alkóhólistum í meðferð einfaldlega ákveðinn boðskap. Hvað þeir velja að gera við hann er þeirra mál. Alkóhólistinn ýtir honum e.t.v. frá sér eða þykist ekkert af honum vita, eða hann notar hann vel á leið til betra lífs. En honum eða henni verður að vera frjálst að velja án þess að við uppveðrumst við að boðskapur okkar sé nýttur eða verðum reið eða fúl af því að ekki sé hlustað á okkur.
  5. Að geta tekið leiðsögn Sú tegund 12. spors vinnu sem við erum að ræða, mun heldur ekki eiga vel við þann sem stöðugt vill stjórna. Á meðferðarstöð verður eiginn vilji að lúta öðru yfirsterkara á a.m.k. tvennan hátt:Í fyrsta lagi er það samviska AA-deildarinnar sem ræður. Stundum verðum við að gera hlutina öðruvísi en okkur sjálf langar til vegna þeirra sem við erum að reyna að hjálpa.Í öðru lagi er meðferðarstofnunin sem annast skjólstæðingana ábyrg fyrir þeim. Ef AA-félagar hlíta ekki í einu og öllu þeim reglum sem gilda á stofnuninni, hefur hún fullkomlega rétt á að halda AA-félögum burtu frá stofnuninni. Því krefst það þolinmæði og sjálfsaga að flytja boðskapinn á þessum stöðum.
  6. Að vera fullkomlega treystandi Hafi verið gert samkomulag við einhverja stofnun eða samtök utan AA, megum við ekki bregðast samtökum okkar með því að standa ekki algjörlega við það samkomulag. Við látum það ekki bregðast að uppfylla af trúmennsku þá þjónustu, sem hefur verið lofað í nafni AA-samtakanna. Við reynum að vera fulkomlega áreiðanleg og láta aldrei veður, eigin duttlunga, einkamálin eða nokkuð annað koma í veg fyrir að við höldum loforð okkar. (Eða létum við slíkt nokkurn tíma stöðva okkur í að drekka?)Álit fólks á AA er undir okkur komið. Ef við erum traustvekjandi virðist AA traustsins vert. Ef við erum það ekki, kastar það rýrð á AA-samtökin, gefur slæma mynd af þeim.Á sama hátt gefur glaðleg og vingjarnleg framkoma jákvæða mynd. AA-félagar sem standa brosandi við orð sín og ekki eru með eitthvað nöldur og múður eru góð kynning fyrir samtök okkar. Fúlir, frekir eða ofstækisfullir AA-menn eru ekki vel séðir. Eðlilega!Þar eð kynningarstefna AA byggist á aðlöðun en ekki áróðri, er það okkar hlutverk að gera með góðu fordæmi AA-lífið aðlaðandi og eftirsóknarvert fyrir aðra.
  7. Víðtæk þekking á AA Félagar sem aðeins hafa farið á AA-fundi í einni eða tveim deildum innan eins bæjar- eða sveitarfélags hafa ekki víðtæka þekkingu á samtökum okkar. Til að vera sem bestur boðberi er gott að þekkja til í sem flestum deildum og þekkja marga og ólíka AA-félaga. Það er mjög gagnlegt fyrir nýliða að við þekkjum AA-leiðina frá sem flestum hliðum. Auk þess er mjög æskilegt að við þekkjum vel það AA-lestrarefni sem er fáanlegt og getum gert okkur grein fyrir því hvaða lesefni hæfir t.d. AA-manni, sem er mjög ólíkur okkur sjálfum.Einstrengingslegur og þröngur skilningur á AA er alvarleg hindrun. Því breiðari og víðtækari sem skilningur okkar er á öllum hliðum félagsskapar okkar, (þar með taldar þrjár af megin arfleiðum okkar: eining, bati og þjónusta) því meira höfum við að gefa nýliða sem líður illa og er hjálpar þurfi.
  8. Geta leyft öðrum að lifa eigin lífi Að flytja alkóhólistum í meðferð boðskap samtakanna reynir á hæfileika okkar til að halda aðaláherslunni á frumtilgangi AA-samtakanna.Það er ekki hlutverk okkar að fræða Pétur og Pál um alkóhólisma, trúarbrögð, læknisfræði eða nokkuð annað í þá veru. Við flytjum okkar eigin persónulegau skilaboð til sjúklingannaá meðferðarstöðinni, ekki starfsfólksins. Við höfum engan rétt á að gagnrýna nokkra stofnun eða persónu, né segja þeim fyrir verkum í meðferð alkóhólista. Það er ekki það sem er tilgangur AA-samtakanna.Staða okkar sem leikmenn er okkar styrkur – við erum einfaldlega leikmenn sem bjóða fram þjónustu sína. Við þykjumst ekki vera einhverjir sérfræðingar. Við erum einungis alkóhólistar á bataleið. Við höfum enga þörf fyrir að fara út í vísindalegar eða heimspekilegar umræður.Við höfum kynnst alkóhólisma af eigin raun og þeirri reynslu deilum við með öðrum, ásamt því sem við höfum lært um bata og endurhæfingu. Þjáning okkar og sá bati sem við höfum náð og njótum, geta gefið öðrum alkóhólistum sem enn þjást, dýrmæta von. Og meira en það – að deila þessu fúslega með öðrum – án nokkurra væntinga um laun, styrkir allsgáð líferni okkar sjálfra.

Tekið úr bæklingnum AA á meðferðarstöðvum