Markmið

  1. Að vinna að sameiginlegum málum AA-deilda á Stór-Reykjavíkursvæðinu, í nánu samstarfi við Landsþjónustunefnd AA-samtakanna.
  2. Að flytja boðskap AA-samtakanna á Stór-Reykjavíkursvæðinu og utan þess, þar sem þess er óskað, í anda 12. sporsins.
  3. Að annast tengsl við meðferðarstofnanir, fangelsi og sjúkrahús og skipuleggja heimsóknir AA-félaga vegna funda á framantöldum stöðum, sé þess óskað.
  4. Að skapa vettfang/tækifæri fyrir AA-félaga til að taka þátt í 12. spors starfi.
  5. Að skipuleggja Símaþjónustu AA-samtakanna.
  6. Að standa vörð um reynsluspor og erfðavenjur AA-samtakanna.