Um SAAS

SAAS er samstarfsnefnd AA-deilda á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nefndin sér um sameiginleg málefni AA-deilda á starfsvæði sínu, sem er Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes og Mosfellsbær. SAAS heldur utan um fundi á sjúkrahúsum og stofnunum, skammstafað SOS, í samvinnu við hlutaðeigandi aðila og AA-félaga. Þær stofnanir sem um ræðir eru deild 33-A, Vogur, Krýsuvík, Kleppur og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Auk þess sér SAAS um Neyðarsíma AA-samtakana, rekstur og mönnun bæði við símsvörun og 12. spors útköll sem til falla í gegnum Neyðarsímann. Einnig er starfandi Upplýsinganefnd innan SAAS.

SAAS fundar einu sinni í mánuði, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 18:00-19:30 í Gula-húsinu að Tjarnargötu 20. Á síðunni má finna fundargerðir og þau skilyrði sem sett eru varðandi það að fara með fundi á stofnanir og aðra starfsemi á vegum SAAS.