Kleppur

AA fundir eru haldnir þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga kl. 20:00 og þeir standa í eina klukkustund.
Leyfilegt er að taka með nýliða. Ekki er reiknað með að hann tali, nema sé umfram tími afgangs, þegar vistfólk hefur allt talað.

Nú hefur Kleppur beðið um að fá 4 til að koma með fundinn, (var 2 áður) Og er þetta því tilvalið tækifæri til að bjóða nýjum mönnum með og kynnast fundum á stofnunum.

Markmið funda á Kleppspítala er eins og allra annarra AA funda að bera út boðskapinn í anda 5. erfðavenjunnar. Þeir sem fara með fundi á spítalann eiga ekki, að hafa skoðanir á lyfjamálum sjúklinga deildarinnar heldur einbeita sér að því að bera út boðskapinn.

Til þess að geta farið með fund á Kleppspítalann þarf að hafa náð tveggja ára edrúmennsku. Mikilvægt er að fólk sem fer með fundina mæti á þá fundi sem þeim eru úthlutaðir.

Fundir