Krýsuvík

Markmið funda á Krýsuvík er eins og allra annarra AA funda að bera út boðskapinn í anda 5. erfðavenjunnar.

Fundadagar & tími
AA fundir eru haldnir þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga kl. 20.00 og standa þeir í eina klukkustund.
Tveir menn sjá um fundinn. Leyfilegt er að taka með nýliða. Ekki er reiknað með að hann tali, nema sé umfram tími afgangs, þegar vistfólk hefur allt talað.
Á blönduðum fundum er gott að hafa karl og konu.

Skilyrði
Leiðari þarf að vera með minnst 1 ár edrumennsku og slítari 6 mánuði edrúmennsku.
Þeir sem fara með fundi þurfa að hafa unnið sporin og fylgja eftir 5. erfðarvenju.

Mikilvægt er að fólk sem fer með fundina mæti á þá fundi sem þeim eru úthlutaðir.
Frekari upplýsingar og reglur frá SOS.

Til athugunar: Það tekur ca. 30 til 40 mín. að aka til Krýsuvíkur frá Reykjavík og jafnvel lengur að vetri til. Æskilegt er að menn séu ekki mættir seinna en 10-15 mín. fyrir fund. Eftir fund, er mönnum velkomið að hinkra við og bjóða Krýsuvíkurmenn yfirleitt upp á kaffi og með því.

Fundir