Upplýsingafulltrúi

Aðalfulltrúi upplýsinganefndar SAAS er valinn af SAAS til eins árs í senn, en æskilegt er að hann hafi starfað sem varafulltrúi í nefndinni í eitt ár þar á undan.

Upplýsinganefnd SAAS heldur að minnsta kosti tvo fundi í mánuði opna öllum áhugasömum:

fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 20 (að loknum SAAS fundi) í Gula húsinu: Vinnufundur með upplýsingahóp.
þriðja miðvikudag hvers mánaðar kl. 20 að Héðinsgötu 1-3: Umræðu- og kynningarfundur á innra starfi AA og sérstaklega erfðavenjum, t.d. með því að lesa eina eða fleiri erfðavenjur hverju sinni og ræða síðan í opnum umræðum. Sjálfsagt er að bjóða sem flestum á þessa fundi, bæði fagaðilum og almenningi.
Upplýsinganefnd SAAS samanstendur af aðal- og varafulltrúa. Þeim er frjálst að fjölga í nefndinni eftir þörfum. Nefndin heldur utan um upplýsingahóp sem í eru AA-félagar sem eru tilbúnir að starfa við upplýsingamiðlun og mæta á vinnufundi, sem lýst var hér að ofan.

Nefndin starfar að kynningu á AA bæði innan og utan samtakanna. Stór hluti starfsins er að vinna gegn sinnuleysi innan AA og fá fólk til að taka þátt í starfinu.

Gott er að nefndarmenn kynni sér þjónustuhandbók fyrir upplýsinganefndir (sjá m.a. aa.is) og starfa í anda hennar. Sömuleiðis er æskilegt að nefndarmenn kynni sér erfðavenjurnar.

Aðalfulltrúi skal halda utan um nöfn, símanúmer og e-mail, þeirra sem koma að starfinu, eftir því sem við á og sjá til þess að alltaf sé hægt að ná sambandi við nefndina sjálfa t.d. í gegn um aðalskrifstofu AA samtakanna.

Einnig er æskilegt að fulltrúi (aðal, vara eða báðir) sitji sem áheyrnarfulltrúar á mánaðarlegum fundum upplýsinganefndar landsþjónustu AA sem haldinn er fyrsta miðvikudag mánaðarins kl. 20.