Fjármál

Framlög frá deildum skipta miklu máli fyrir starfsemi SAAS því það er einu tekjur nefndarinnar. SAAS þarf að greiða húsaleigu, standa straum af kostnaði neyðarsíma AA-samtakanna, rekstri heimasíðu SAAS ásamt léni auk bæklinga og annars kostnaðar Upplýsinganefndar. SAAS hefur það á stefnuskrá sinni að ávallt skal vera til í sjóði nægilegt fjármagn til reksturs SAAS í 6 mánuði.

Ef umfram fjármagn er til í sjóði skal það renna til Landsþjónustunefndar. SAAS tekur á þennan þátt fullan þátt í heildarstarfi AA-samtakanna; peningar sem deildir gefa til SAAS fara þannig áfram til annars AA-starfs þegar greitt hefur verið fyrir húsaleigu, rekstur á neyðarsíma og annan kostnað sem til fellur vegna starfsemi SAAS.

Mikilvægt er að hægt sé að rekja fjárframlög til viðeigandi deilda og biðjum við því um að nafn deildar sé sett sem skýring með millifærslum

Deildir geta lagt inn á reikning 0334-26-055077.
Kennitala SAAS er 620185-0359.