Aðalfundur SAAS 2021

Samstarfsnefnd AA-deilda á Stór-Reykjavíkursvæðinu heldur sinn aðalfund þriðjudaginn 5. október 2021 kl. 18.30 í Gula húsinu Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrslur SAAS um starfssemi liðins árs:
    a. Skýrsla oddamanns
    b. Yfirlit símaþjónustunnar – Neyðarsíminn
    c. Yfirlit frá fulltrúum stofnana
  2. Reikningar SAAS lagðir fram til samþykktar – skýrsla gjaldkera
  3. Kosið í stöður fulltrúa innan SAAS úr tilnefningum deilda (farið eftir hefðum SAAS)
    ATH! Tilnefndir fulltrúar deilda verða að sitja aðalfundinn til að fá kosningu
  4. Önnur mál

Æskilegt er að AA deildir tilnefni a.m.k. einn tengilið (áheyrnarfulltrúa) til að sitja fundinn.

Fulltrúatilnefningar deilda til starfa innan SAAS verða lagðar fram til staðfestingar á aðalfundi SAAS og kosið verður úr þeim í lausar stöður SAAS fulltrúa. Til að geta starfað sem fulltrúi í SAAS skal miða við að tilnefndir aðilar hafi minnst 2ja ára samfelldan edrútíma að baki, séu virkir AA-félagar og séu reiðubúnir að starfa af fullum krafti í 3 ár.
ATH! Sá sem er tilnefndur þarf að sitja aðalfund til að hljóta kosningu.

Fulltrúatilnefningar frá deildum þurfa að berast til SAAS með neðangreindum upplýsingum,
eigi síðar en 3. október 2021 rafrænt á netfangið saas.rvk@gmail.com

  • Heiti deilda, ásamt fundardegi og fundartíma
  • Nafn umsækjanda, ásamt edrúdegi, síma og netfangi

Beinum fyrirspurnum er svarað í gegnum nefangið saas.rvk@gmail.com
Við vekjum sérstaka athygli á nýlega söfnun og milligöngu AA lesefnis fyrir 12 spora vinnu á
sjúkrahúsum og stofnunum, sjá nánari upplýsingar á heimasíðu SAAS.

Kveðja stjórn SAAS 2020/2021