Aðalfundur SAAS 2023

Samstarfsnefnd AA-deilda á Stór-Reykjavíkursvæðinu
Heldur sinn aðalfund þriðjudaginn 7. mars 2023 kl. 18.00
í Gula húsinu Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrslur SAAS um starfsemi liðins árs:
    1. Skýrsla oddamanns
    2. Yfirlit símaþjónustunnar – Neyðarsíminn
    3. Yfirlit frá fulltrúum stofnana
  2. Reikningar SAAS lagðir fram til samþykktar – skýrsla gjaldkera
  3. Kosið í lausar stöður fulltrúa innan SAAS – farið eftir starfsvenjum SAAS
  4. Önnur mál

Aðild að SAAS eiga allar AA-deildir á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem þess óska, og geta aðildardeildir SAAS valið sér áheyrnarfulltrúa til að sitja fundi samstarfsnefndarinnar.

Markmið SAAS er meðal annars að vinna að sameiginlegum málefnum AA-deilda á starfssvæði sínu og flytja boðskap AA-samtakanna þar sem þess er óskað í anda 12. sporsins. Í SAAS eru starfandi ca.20 fulltrúar sem annast tengsl við neyðarsíma, meðferðarstofnanir, fangelsi og sjúkrahús, sem skapar vettvang fyrir öflugt 12. spors starf.

Til að geta starfað sem fulltrúi fyrir SAAS skal miða við að viðkomandi hafi minnst 2ja ára samfellda edrúmennsku og vera virkur aðili í 12 spora starfi AA samtakanna. SAAS fulltrúar skuldbinda sig til að starfa í nefndinni í 3 ár í senn, en geta ekki starfað aftur í nefndinni fyrr en að 2 árum liðnum. Þegar embætti eru laus er kosið um þau á mánaðarlegum fundum.

Frekari upplýsingar um starfsemi og þjónustu SAAS er að finna á heimasíðunni: saas.is
Beinum fyrirspurnum er svarað í gegnum netfangið: saas.rvk@gmail.com
Fyrir framlög minnum við deildir á reikningsnúmer SAAS: 0334-26-055077, kt. 620185-0359

Við vekjum sérstaka athygli á umsóknarferli fyrir róteringu/endurúthlutun 12. spors þjónustu, sjá nánari upplýsingar hér á baksíðunni og/eða á vefnum saas.is.

Með kveðju frá stjórn SAAS 2022/2023