Endurúthlutun 12. spors þjónustu

Á aðalfundi SAAS árið 2019 var samþykkt tillaga um að endurraða skuli 12. spors þjónustu á stofnunum og sjúkrahúsum á vegum SAAS. Samþykkt var að fundum verði róterað milli deilda á tveggja ára fresti eða öllu heldur að virkja það ákvæði. Ákveðið var að fyrsta endurröðun yrði að tveimur árum liðnum, eða á árinu 2021 og annað hvert ár eftir það, svo nú aftur í ár 2023.

Ástæða er til þess að taka fram að fyrirhuguð aðgerð felur ekki í sér að þjónustunni hafi ekki verið sinnt sem skyldi því almenn ánægja er með þjónustu okkar hingað til. Fyrsta erfðavenja AA samtakanna hljóðar svona: “Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins er undir einingu AA-samtakanna kominn.” Með hana í huga er rétt að gefa deildum reglulega tækifæri til að leggja sitt af mörkum svo eining og sameiginleg velferð samtakanna sé í fyrirrúmi - hér eftir sem hingað til. Hlutverk okkar allra er að bera áfram boðskap samtakanna og heimsóknir á stofnanir eru mikilvægar í þeirri vegferð.

Umsóknarferli og framkvæmd róteringar/endurúthlutunar

Deildir á starfssvæði SAAS geta sótt um þjónustu á Vogi, Kleppi, Krýsuvík og Hlaðgerðarkoti, rafrænt í gegnum heimasíðuna saas.is. Í umsóknum deilda skal meðal annars koma fram; nafn deildar, tengiliður, tegund deildar (blönduð, kynjaskipt, annað), hvaða stofnun(um) er óskað eftir að þjónusta og á hvaða vikudögum, ásamt fjölda funda pr.mánuð sem deildin telur sig geta þjónustað með góðum hætti. Deildum er heimilt að sækja um fleiri en eina stofnun. Skilyrði fyrir úthlutun þjónustu er að deild sendi inn umsókn. Ítarupplýsingar á vefnum saas.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023

Úrvinnsla umsókna fer fram seinnihluta mars og verður lokið fyrir þau mánaðamót. Stefnt er að því allar deildir sem sækja um fái úthlutað að minnsta kosti einum fundi í grunninn. Reynt verður að koma til móts við aðrar óskir deilda eins og hægt er, með tilliti til fjölda og flóru funda á sjúkrahúsum og stofnunum sem SAAS er að þjónusta í samstarfi við AA deildir.

Stefnt er að því að hægt verði að tilkynna tengiliðum deilda rafrænt um úthlutun 12. spors þjónustu um mánaðamótin mars/apríl. Fulltrúar deilda fá svigrúm til að bregðast við og samþykkja úthlutunina og/eða koma með athugasemdir varðandi þjónustuna.

Nýtt þjónustutímabil mun taka gildi 1.maí 2023 og gildir í 2 ár til og með 30.apríl 2025

Þegar endanleg niðurstaða liggur fyrir varðandi róteringu/endurúthlutun munu þær upplýsingar verða kynntar á vefnum saas.is. Núverandi úthlutun á 12. spors þjónusta á vegum SAAS er í gildi til og með 30. apríl 2023, en að því loknu falla allar þær úthlutanir úr gildi og við tekur nýtt þjónustutímabil fyrir róteringu/endurúthlutun frá og með 1. maí 2023.

Með kveðju frá stjórn SAAS 2022/2023